Ég er víst orðinn miðaldra (49 ára) og líklega rúmlega það, þó mér líði alltaf eins og ég sé 25 ára. En ég hef enn jafngaman og gott af því að hreyfa mig eins og þegar ég var tvítugur.Með hækkandi aldri getur hreyfing orðið meira streð vegna þess að stoðkerfið, vöðvamassinn og þrekið gefur aðeins eftir. Því miður hætta of margir að hreyfa sig þegar aldurinn færist yfir í stað þess að aðlaga hreyfingu að sínum aldri og takmörkunum.Mín hreyfing hefur í gengum árin verið hlaup og hjólreiðar. Styrktar- og liðleikaþjálfun mætti ég stunda meira og sérstaklega núna þegar árin færast yfir.
Undanfarna tvo áratugi hafa hnén verið að stríða mér í hreyfingu og hef ég farið í tvær liðþófaaðgerðir á sitthvoru hnénu. Síðan hnén byrjuðu að stríða mér hef ég sótt mjög marga sjúkraþjálfunartíma, prófað ýmis liðbætiefni og ótal margar gerðir af stuðnings- og compression hlífum á hnén. Það hafa komið tímabil sem ég er mjög góður í hnánum og svo koma líka tímabil þar sem ég er verri og get ég þá oft tengt það meira æfingaálagi (og hækkandi aldri).
Fyrir nokkrum árum prófaði ég Incrediwear hnéhlífar og ég verð að viðurkenna að ég varð eiginlega steinhissa á því hvað verkurinn (sérstaklega í vinstra hnénu) sem kom oft á lengri hlaupatúrum minnkaði og nær hvarf. Hvílík himnasending að finna loks eitthvað sem virkar.
En hvernig stendur á því að þessi hlíf virkar svona vel? Og afhverju eru ekki fleiri að nota þessar hlífar?
Hver er tæknin á bakvið þessar stuðningshlífar?
Í efni hlífanna eru kol (kolefni) og germanium. Kol og germaninum er frumefni sem eru hálfleiðarar og gefa frá sér neikvætt hlaðnar jónir sen virkjast með hita (líkamshita) þegar hlífarnar eru notaðar.
Með auknu hita þá eykst blóðflæði, súrefnisflutningur og flutningur næringarefna á þau svæði sem hlífin er notuð á. Þessi aukni hiti dregur úr bólgum, sársauka, eykur hreyfigetu og endurheimt.
Fyrir áhugasama þá er hér er hægt að kynna sér þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á virkni Increadiwear hlífanna. https://incrediwear.com/pages/research
Lengi vel hafa „compression“ hlífar og fatnaðar verið vinsæll en ólíkt „compression“ þá nýta Increadiwear hlífarnar ekki þrýsting sem getur takmarkað blóðflæðið, heldur auka Increadiwear hlífarnar blóðflæðið og stuðla þannig að virkni.
Reynslusögur fá flesta háskólamenntaða næringarfræðinga, þjálfara eða aðra akademikara til að fá grænar bólur, því það vantar oft vísindagrunninn í reynslusögurnar. Þessi pistill minn er vissulega persónuleg reynslusaga mín af notkun þessara hlífa sem vísindin hafa þó líka skoðað m.t.t. hinna ýmsu stoðkerfiskvilla. Þessari góðu reynsla minni af hlífunum er að ég tel mikilvægt að deila því það eru svo margir að upplifa stoðkerfisverki í nútímalíferni og það er nauðsynlegt að vita af góðum bjargráðum sem geta bætt líðan og hreyfingu. Þessar hlífar eru a.m.k. þúsund sinnum heilsusamlegri en mikil verkjalyfjanotkun og hreyfingarleysið. Þó að reynsla mín sé góð af þessum hlífum er ekki þar með sagt að næsti maður hafi sömu sögu að segja, enda enginn einstaklingur eins. Eins er vert að geta þess að þessi grein er ekki keypt af framleiðanda eða innflytjanda hlífanna.
Skrifað af Geir Gunnari Markússyni næringarfræðingi og einkaþjálfara ggunnar@gmail.com
Hér má sjá greinarhöfund í Fimmvörðuhálshlaupinu í sumar með hlífarnar góðu.